Störf í boði


Smiðir eða smíðahópar við uppsteypu, í uppmælingu, í Álfsnesi


Ístak óskar eftir að ráða smiði til starfa við byggingu nýrrar sorpeyðingastöðvar í Álfsnesi á Kjalarnesi.  Ístak mun byggja nýja sorpeyðingastöð fyrir Sorpu en stöðin á að taka á móti sorpi frá almenningi og fyrirtækjum.  Leitað er að einstaklingum með reynslu í mótauppslætti og/eða hópum sem vanir eru að vinna saman.

Umsóknarfrestur til og með 31. júlí 2018

Almenn starfsumsókn


Viltu vinna hjá traustu og sterku verktakafyrirtæki sem hefur yfir 40 ára reynslu af framkvæmdavinnu?

Verkefni Ístaks eru flest á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. 


Iðnnemar


Stöður iðnnema eru lausar til umsóknar hjá fyrirtækinu. Við leitum að efnilegum konum og körlum sem vilja læra í spennandi umhverfi. Við hvetjum iðnnema sem hafa áhuga á fjölbreyttum störfum í byggingariðnaði til að sækja um.