Almenn starfsumsókn


Viltu vinna hjá traustu og sterku verktakafyrirtæki sem hefur yfir 40 ára reynslu af framkvæmdavinnu?

Verkefni Ístaks eru flest á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. 

Ístak býður upp á:

  • Öruggt vinnuumhverfi
  • Samkeppnishæf laun
  • Góðan aðbúnað á vinnustað
  • Reynslumikla og trausta stjórnendur og samstarfsfólk

Við leitum að stundvísu og reglusömu fólki sem sýnir metnað í starfi og vill ráðast í verkefni framtíðarinnar með okkur. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Allar nánari upplýsingar um störfin fást á skrifstofu Ístaks í síma 530 2735 eða í tölvupósti á mannaudur@istak.is.