Iðnnemar


Stöður iðnnema eru lausar til umsóknar hjá fyrirtækinu. Við leitum að efnilegum konum og körlum sem vilja læra í spennandi umhverfi. Við hvetjum iðnnema sem hafa áhuga á fjölbreyttum störfum í byggingariðnaði til að sækja um.

Ístak býður upp á:

  • Öruggt vinnuumhverfi
  • Samkeppnishæf laun
  • Góðan aðbúnað á vinnustað
  • Reynslumikla og trausta stjórnendur og samstarfsfólk

Við leitum að stundvísu og reglusömu fólki.

Allar nánari upplýsingar um störfin fást á skrifstofu Ístaks í tölvupósti á mannaudur@istak.is.